Ísland er landið...

Ég fór með Didda, stelpunum og mömmu í ferðalag um sunnanverða vestfirði í síðustu viku.  Þetta var frábært ferðalag, gistum 3 nætur á Tálknafirði, rosaflott og vel útbúið tjaldstæði þar. Þaðan fórum við í Dýrafjörn og skoðuðum elsta skrúðgarð á Íslandi, Skrúð. Það er ótrúlegt að sjá allar þessar tegundir trjáa og blóma þarna fyrir opnu hafi.  Svo skoðuðum við Hrafnseyri við Arnarfjörð, þar kom ég inn í eina fallegustu kirkju sem ég hef komið í. 

Við fórum  í Selárdal og skoðuðum listaverk Samúels Jónssonar og bæinn þar sem Gísli á Uppsölum bjó, ég er viss um að Gísli þjáðist af félagsfælni á háu  stigi ef hann hefur getað einangrast svona mikið þarna, því að það er fullt af bæjum í kringum hann!  Þarna sá maður að það er ekki alveg hægt að treysta öllu sem maður sér í sjónvarpinu, þó að það sé Ómar Ragnarsson sem á í hlut! 

Við fórum á Látrabjarg og það er dáldið laaaaangt niður í sjó þar sem það er hæst en það var gaman að sjá Lundana og Rituungana hanga á sillum í berginu.

Það sem stóð upp úr í ferðinni er vafalaust sigling út í Skáleyjar og Flatey, fengum einkaleiðsögn um eyjarnar, spegilsléttur sjór og gríðarlega fallegt veður, þetta var bara stórkostlegt allt saman.

Þrátt fyrir að spáin hljóðaði upp á rigningu eiginlega alla dagana en við fengum einu sinni "almennilega" rigningu, þá rigndi í sól, ég fer bráðum að hætta að taka með pollagalla því að það hefur ekki verið þörf á þeim í síðustu ferðalögum.

Við vorum eina nótt í Flókalundi og eina á Reykhólum og ég verð að segja að aðstaðan á þessum tjaldstæðum var mjög fín, snyrtileg og góð umgegni í alla staði.

Besta við ferðalagið var að koma heim og hafa nennu til að ganga frá og þvo allan óhreina þvottinn, strax , það finnst mér frábært, ég er ekki orðin vön þessu ennþá, þ.e.a.s, að vera alltaf hress eftir einhverja spennuvaldandi atburði og að það taki mig ekki viku að jafna mig og að það sé ekki tekið upp úr töskum og matarkistum  einni til tveimur vikum eftir að heim er komið og þvotturinn sé óhreinn í hrúgum fyrir framan þvottavélina.  Þetta virðist kannski ekki mjög merkilegt en það er það fyrir mig því að ég hef alltaf fundist ég frekar léleg þegar ég hef ekki haft orku til að þvo þvottinn, hvað þá annað og búin að vera í fríi!

Ég hitti í dag manneskju sem mér þykir mjög vænt um og ég tel að hafi eiginlega bjargað lífi mínu, hún heitir Írís og er sálfræðingur og tók við rústunum af mér þegar ég kom út af geðdeildinni.  Það var svo gaman að geta sagt henni að ég væri í háskólanámi og hefði það alveg rosalega gott, ég á henni mikið  að þakka því að hún sótti um fyrir mig á félagsfælni námskeiðinu og ég væri líklega ekkert búin að afreka af þessu nema fyrir það að hafa náð stjórn á félagsfælninni. 

 Það er svo gaman að vera til.Joyful

Læt einhverjar myndir fljóta með núna ef að þær vilja birtast.

Knús á línuna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

innlitskvitt

flottar myndir af vestfjörðum og af Laugaveginum. Þeir sem ganga Laugaveginn á 4 dögum eru í fínu formi - á þetta eftir.

Sigrún Óskars, 14.8.2009 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband