einn dagur....

Ég var búin að búast við niðursveiflu og kveið henni dáldið því að það er mikið búið að vera að gerast upp á síðkastið og hélt að hún ætti eftir verða löng og djúp.  En það tók einn og hálfan dag!  Þetta var ömurlegur tími með venjulegri vanlíðan og svartnætti en áður gátu köstin varað í vikur eða mánuði. Ég verð nú að segja að mér líkar þetta mun beturWink

Bara svona til að sýna muninn á mér nú og áður, þær systur Fríður og Gunna Maja komu og skiptust á að þrífa fyrir mig þegar ég var sem verst því að ég treysti mér ekki til þess en ég gekk með þeim Laugaveginn fyrir rúmri viku, það er gríðarlegur munur á því hvernig ég var þá og hvernig ég er í dagW00t

En eitt lærði ég í göngunni að það er að ég verð að gera hlutina á mínum hraða og á minn hátt, það þýðir ekki fyrir mig að ætlast til að ég geti verið fremst, því að þó að ég sé í nokkuð góðu formi á minn mælihvarða, þá hamlar vefjagigtin mér að miklu leyti, hún virkar þannig að vöðvarnir geta ekki nýtt eins mikið súrefni úr blóðinu eins og þeir þurfa og þreytast því fyrr en ella.  Ég verð bara að haga mér í samræmi við það svo að ég komist á leiðarenda, þetta snýst ekki lengur um að vera sem fljótastur heldur að komast  á áfangastað jafnvel þótt ég sé eitthvað á eftir öðrum og þurfi að stoppa oftarCool Ég er líka dáldið í því að finnast ég vera mikill dragbítur á aðra þegar ég er í hóp en ég verð bara að vera ánægð með það ef einhver nennir að vera síðastur með mér og átta mig á því að kannski vill sá hinn sami bara labba með mér af því að ég er svo skemmtilegur félagsskapur en ekki af því að hann vorkennir mérTounge

En í dag líður mér æðislega vel og ætla að sigra fleiri fjöll og hindranir á vegi mínum í framtíðinni.

Knús handa öllum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband