Afrek.....

Ég er bún að skoða myndirnir frá Laugarveginum örugglega 10 sinnum í dag!  Ég er ennþá steinhissa yfir því að ég hafi afrekað það að komast alla leið án þess að landhelgisgæslan hafi átt nokkurn hlut að máliWink.  Þessi leið er stórkostleg, svo fjölbreytilegt landslag, vorum í góðu veðri allan tíman og með frábæra ferðafélaga en sá sem stendur upp úr í þessari ferð er maðurinn minn, hann tók á sig byrðarnar mínar þegar ég fór að þreytast og þrátt fyrir að langa til að vera fremstur allan tíman var með mér, sem var yfirleitt síðust og hann snérist í kringum mig á allan háttInLove.

Það var kannski ekki  mjög gáfulegt að klára gönguna daginn sem laugavegshlaupið var því að afrekið mitt, að fara Laugaveginn á 4 dögum, varð frekar lítið við hliðina á því að hlaupa hann á 4klstog 20 mín Sideways mér finnst að það ætti að loka svona fólk inniDevil.  En þetta tók mjög á því að brekkurnar urðu sífellt brattari og lengri eftir því sem á gönguna leið, flestum fannst þetta ekki vera raunin en kannski fór ég bara aðra leið! 

Þetta var einnig nokkur prófraun á félagsfærnina mína, að þurfa að sofa þröngt í skála með ókunnugu fólki og eiga náin samskipti við þau en þetta gekk allt saman ágætlega og allir bara mjög fínir.

Ætla að reyna að setja inn myndir, vonandi tekst það.

Knús og kram 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband