Sumarið er tíminn....

Jæja þá er ég formlega búin með fyrsta árið mitt í Iðjuþjálfun, það var orðið frekar þungbúið loftið í kringum mig þegar einkunnirnar skiluðu sér ekki fyrr en seint og um síðir en þegar lífeðlisfræðin var í höfn þá tók ég gleði mína á ný , það var eiginlega meira svona JÁ, JIBBÝ ÉG NÁÐI VÚHÚ.

En þessi umræða um misnotkun í fjölmiðlunum undanfarið  um Ólaf hefur lagst dáldið á mig, voru mín fyrstu viðbrögð: Hvað  er verið að vekja þetta mál upp á ný og maðurinn er dáinn, en þegar maður heyrir af líðan þeirra kvenna sem hafa komið fram skil ég þær svo mæta vel.  Þetta grær aldrei, það er alltaf undirniðri.  Gott dæmi: Ég fór til læknis og hann varð að þreifa á mér brjóstkassann og það var auðvitað ekkert kynferðislegt við það en mér leið bara mjög illa við það. Ég held svo oft að þetta sé gróið en svo blossar þetta upp aftur.  Ég ætla að vona að það  að koma fram hjálpi konunum og þær geti sett þetta á bak við sig.

En núna er sumarið komið og við erum búin að útbúa smá grænmetisgarð og sá ýmsu grænmeti og setja niður kartöflum, svo er bara vonandi að eitthvað komi upp;)

Læt þetta duga í bili...njótið sumarsins


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Áður en þú veist af getur þú sagt að þú sért iðjuþjálfi

Ég skil líka vel að þær séu að taka upp þetta mál og dáist af þeim.  Ekki fengu þær viðurkenningu á sínum málum á sínum tíma en nú hefur umræðan og annað breyst í kring um þessi mál sem betur fer

Dísa Dóra, 29.5.2009 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband