11.5.2009 | 08:35
Prófin yfirstaðin...í bili
Jæja þá eru prófin búin og engin prófalestur meira, nema í þeim sem ég tel mig hafa fallið í
.
En mikið ósköp er gott að geta bara sest niður án þess að hafa samviskubit yfir því að vera ekki að læra. Það létti bara helling á öllu fjölskyldulífinu þegar síðasta prófinu lauk, nema hvað mér fannst mér ekki ganga nógu vel í því svo að föstudeginum var eytt í rúminu í fullvissu um að ég væri ömurlega vitlaus og gæti ekkert lært!
En laugardagurinn rann upp bjartur og fagur og þá var það búið ( hefði tekið lengri tíma áður fyrr) og við eyddum deginum saman og í góðra vina hópi og meira að segja fékk mér rauðvín með matnum og grand mariner á eftir enda var ég komin í kippinn þegar var búin með 3 rauðvínsglös og eitt grand staup. Ég er þvílík óreglumanneskja,því að það er örugglega margir mánuðir síðan, ef ekki ár síðan ég drakk svona mikið, það er bara engin regla á þessu hjá mér
Núna er verið að skipuleggja göngur sumarsins og er þá Laugavegurinn aðalmálið, en svo erum við að skoða aðrar göngur eins og að fara á Heklu, og Skjaldbreiði og fleira. Ég ætla með í þessar göngur en það sem púkinn minn ólmast á öxlinni á mér: ÞÉR TEKST ÞETTA ALDREI, ÞAÐ ER ALVEG EINS GOTT AÐ SLEPPA ÞESSU, ÞÚ HEFUR EKKERT Í ÞETTA AÐ GERA. En núna ætla ég ekkert að hlusta á hann, ég ætla í þessar göngur og hananú! Langhelgisgæslan hefur aldrei þurft að sækja mig neitt, þannig að ég á það bara inni! Ég ætla að vera rosadugleg að æfa mig, bæði í fjalllendi og móum þannig að ég rúlla þessu upp!
Ég ætla að stoppa hérna, það birtist örugglega á facebook þegar ég fæ einkunnirnar.
Knús á línuna
Athugasemdir
já bara æðislegt að vera búin í prófum...and no more próf fyrr en ég fer aftur að læra
Sigga (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 21:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.