5.12.2006 | 17:11
Lífið er brothætt...
Ég veit eiginlega ekki hvernig ég ætla að byrja, en þetta banaslys um helgina tengdist mér á fleiri en einn hátt án þess þó að ég þekkti þau sem létust, ég votta aðstandendum mínar dýpstu samúðaróskir og vona að þeir sem liggja á sjúkrahúsi nái sér að fullu.
Fjölskyldan mín var á leiðinni í bænum að sækja mig og voru á ferðinni á þessum tíma, ég frétti af slysinu og hringdi strax í manninn minn og létti mikið þegar hann svaraði og þau voru öll í fínu lagi. En hvaða rétt hef ég til að vera létt? Hvaða öfl eru það sem stjórna því að það voru þau en ekki maðurinn minn og dætur? Jú, mikil ósköp er ég fegin að þau eru heil á húfi og gæti ekki lifað án þeirra.
Það er endalaust hægt að hugsa ef, ef, ef, það getur gert mann alveg brjálaðan og hugsanirnar snúast í marga hringi og maður verður bara dapur og manni finnst maður svo lítill gagnvart almættinu.
Það hlýtur að vera einhver tilgangur með þessum hörmungum en ég sé hann ekki í augnablikinu.
Þetta blogg er frekar dapurlegt og ekki við hæfi að vera með fíflagang svo að ég kveð bara í bili.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.