16.4.2009 | 20:18
vor í lofti
Mikið verður allt dásamlegt þegar vorið er komið, fór í göngu í dag og hlustaði á fuglasönginn og naut þess að vera í náttúrunni. Það fylgja alltaf góð fyrirheit vorinu, loforð um skemmtilega tíma framundan. Mér líður alltaf best á vorin.
Við erum búin að skipuleggja göngu um Laugaveginn í sumar, þá hefur maður eitthvað að hlakka til og þjálfa sig fyrir. Nú er bara að fara að ganga á fjöllin í nágrenninu og fá smá brekkuæfingu.
En ég ætla bara að halda áfram að læra fyrir próf og geyma alla drauma um fjallgöngur fram yfir próf.
Knús á línuna...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.