1.4.2009 | 15:35
jæja komin heim og fer ekki aftur að heiman í laaaaangan tíma....
Þá er maður komin endanlega heim þetta skólaárið.
Þetta var mjög skemmtilegt og fróðlegt að vera á Reykjalundi og ótrúlega margir sem mundu eftir mér síðan ég var þar. Það var gaman að koma þarna og horfa á málin frá öðru sjónarhorni, vera eiginlega hinum megin borðsins. Við vorum sex nemar á Reykjalundi en vorum síðan tvær og tvær saman hjá einum iðjuþjálfa. Við fengum að taka viðtal við einn skjólstæðing og fylgjast með viðtölum við tvo aðra, svo vorum við á ýmsum fundum og það var alveg frábært að hlusta á og fylgjast með iðjuþjálfa að störfum því að þeir nota hugtökin sem maður er búinn að vera að læra og það ýtir undir mann að halda áfram.
Ég er búin að vera óskaplega eitthvað vanstillt undanfarið og efast stöðugt um sjálfa mig og það sem ég er að gera. En það rann upp fyrir mér, þegar ég sat í matsalnum á Reykjalundi sem starfsmaður ekki sem sjúklingur, hvað ég er komin langa leið síðan ég var þar síðast, á fimm árum. Ég er alltaf að efast um að ég valdi þessu starfi en ég held bara að ég verði fínn iðjuþjálfi og það er enginn fullkominn og allir gera einhver mistök svo að ég er ekkert frábrugðin öðru fólki fyrir utan hvað ég tek það nærri mér, púkinn minn öskrar á mig af öllum lífs og sálar kröftum svo að ég heyri bara ekki hvað aðrir eru að segja í kringum mig. Í dag er ég bara sátt við lífið og tilveruna og vona bara að lækkatakkinn á púkanum fari að virka eitthvað af viti
Endilega tjáið ykkur, ef það er einhver sem kíkir hérna inn.
Knús handa öllum sem kvitta
Athugasemdir
Þú verður mjög fín sem iðjuþjálfi það er ég alveg viss um !! Bestu kveðjur til þín :)
Ólöf , 1.4.2009 kl. 18:47
Alltaf gott að fá knús !
Kveðja Magga
Magga Larsen (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 22:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.