27.3.2009 | 21:39
Heima...
Komin heim
Þetta er búin að vera hrikalega erfið vika, andlega þ.e.a.s, var að flytja verkefni í gær sem gekk bara vel þar til ég var búin! Þá mátti minnstu muna að ég færi út grátandi því mér leið svo illa, þegar ég fór að fara yfir í huganum hvað ég sagði, hvernig ég sagði það, hvort ég hafi sagt það rétt, hvort ég hafi örugglega ekki skemmt allt fyrir hinum í hópnum, við fáum örugglega ömurlega einkun því að ég eyðilagði þetta allt saman! Það eru margir sem eru búnir að segja hva, þetta er bölvuð vitleysa í þér, þú varst svo flott en ég heyri það ekki því að ég heyri bara: ÞÚ ERT ÖMURLEG; ÞÚ EYÐILEGGUR ALLT, ég vil svo gjarnan trúa því að ég hafi bara rúllað þessu upp en mér finnst ég vera hrikalega geðveik enda er ég það, ég heyri raddir sem segja mér hvað ég er ömurleg. Svo að það ætti kannski að loka mig einhversstaðar inni og henda lyklinum En sem betur fer hef ég skjól hjá frænku minni og ég gæti ekki gert þetta, ég færi örugglega heim í miðri viku. Jæja ég ætla bara að taka töflurnar sem lækka raddirnar mér líður örugglega miklu betur á morgun.
Það hlýtur bráðum að fara að koma hamingjublogg... seinna
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.