23.3.2009 | 14:39
Stór pakki!
Ég er búin að vera hálfan dag í skólanum og finnst ég vera búin að vera í viku!
Mér finnst ég einhvern vegin þurfa að losa mig frá mér til að geta litið á það sem við erum að læra án þess að tengja það við mig eða mína. Það er svo mikið verið að tala um sjálfið og hvernig við högum okkur út frá því og mér finnst ég alltaf geta rétt upp hönd og sagt, já ég hef lent í því. Kannski er þetta bara bjánalegt en mér finnst mín reynsla koma í veg fyrir að ég læri og geti litið á hlutina úr fjarlægð. Ef það er talað um andlega líðan, þá kemur mér í hug þunglyndi, félagsfælni og kvíði, þegar er verið að tala um líkamlega hluti þá hugsa ég já, vefjagigtin hefur þessi áhrif, svo þegar er verið að tala um stór áföll, þá dettur mér í hug þetta kynferðislega ofbeldi sem ég varð fyrir og sjálfsvígstilraunin og auðvitað pabbi. Mér finnst þetta allt í einhverjum hrærigraut og veit eiginlega ekki hvað ég á að gera við þessa reynslu sem ég hef. Alla vega finnst mér það þvælast fyrir mér þessa stundina. Kannski á þetta eftir að nýtast mér seinna en það gerir mér ekkert gagn núna. Ég er alveg að bræða úr kollinum á mér því að þetta fer allt hring eftir hring eftir hring.
En kannski lagast þetta úr því ég er búin að skrifa það niður.
Later....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.