Skólinn...

Jæja í dag fer ég norður og það eru blendnar tilfinningar tengdar því, ég hlakka bæði til og kvíði fyrir.  Eg hlakka til að hitta hinar stelpurnar og bera saman bækurnar um námið og kennarana.  Ég hlakka til að hitta Lilju og co, alltaf gott að vera hjá þeim.  Þetta verður strembin vika á mánudaginn er kennsla til 7 og á fimmtudaginn til 5 en hina dagana til 4, en til þess er maður þarna, að læra.  Svo á ég að kenna þremur öðrum skapandi iðju ( föndur) og það er nettur kvíði samfara því, svo eigum við að kynna tvö hópaverkefni sem við erum búin að vera að vinna, það verður ekkert rosamál, enda búin að fara vel í gegnum það í félagsfælninámskeiðinu.

Ég finn að þetta nám tekur meiri toll af mér en fjölbrautaskólinn, vefjagigtin hefur sjaldan verið jafnslæm, mikill bjúgur með tilheyrandi stirðleika, verkir á ótrúlegustu stöðum, vöðvabólga á ótrúlegustu stöðum, í kjálkaliðnum og augnvöðvunum. En  það er "bara" mánuður í próf svo að ég er bráðum að komast í sumarfrí.  En þunglyndið hefur verið næstum til friðs, fyrir utan nokkur köst  sem hafa ekki verið mjög djúp þannig að svona almennt hef ég það ágætt, maður verður bara að sníða sér stakk eftir vexti og gera ekki mikið meira en maður getur. 

Ég er að fara í fermingu á eftir hjá frænku minni, þessi er dáldið uppáhalds, væntanlega af því að hún er svo óheppin að vera dáldið lík mér. En til hamingju með daginn kæra frænka.

Knús á línuna og hugsið til mín í vikunni ( helst eitthvað fallegt) .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband