kvíði, kvart og kvein

Ég vaknaði upp úr 6 í morgun, sem er reyndar mjög eðlilegt fyrir mig því að ég er að fara norður á sunnudaginn og kvíðinn er farinn að gera vart við sig.  Þetta er ótrúlega skrýtið, sama hvað ég segi sjálfri mér oft að þetta sé ekkert mál ( sem það er) og þó að ég viti að það er dekrað við mig á alla lund, þá kvíði ég alltaf fyrir. Og það byrjar með því að ég hætti að geta sofið, svo verð ég pirruð og verð ömurlega leiðinleg ( nei, ég er ekki alltaf leiðinleg).  En svo þegar ég er komin norður og búin að vera í einn tvo daga þá hverfur kvíðinn. 

En núna verður Diddi ekki heima, hann er að fara til Danmerkur, og stelpurnar verða hjá ömmu sinni og Telma verður 16 ára á föstudeginum sem ég kem heim svo að það verður örlítið erfiðara að fara að heiman svo er ég alltaf búin að lofa að vera aðeins lengur fyrir norðan, mér finnst eiginlega ömurlegt að koma bara seinni partinn deginum áður en skólinn byrjar og fara svo sama dag og skólinn er búinn, finnst ég ekki vera mjög kurteis.  Svo lofa ég alltaf að næst ætli ég að vera lengur en þetta næst er ekki komið ennþá.

jæja þetta er nú bara kvart og kvein og  ég veit að mér á eftir að líða vel fyrir norðan, skemmta mér vel á "Fúlar á móti" og hafa það gott.  En eitt ætla ég ekki að gera fyrir norðan, ég ætla ekki að borða neitt nammi!! Hef alltaf dottið dáldið í það, með þá afsökun að þetta sé nú bara núna og ég hætti þegar ég kem heim en núna ætla ég bara að sleppa því.

Stundum lætur heilinn minn ekki að stjórn og þess vegna líður mér oft frekar illa þó að það sé ekki nokkur ástæða fyrir því og þá líður mér oft verr vegna þess að ég VEIT að þetta er frekar fáránlegt en segið heilanum mínum það....

Knús handa öllum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

skemmtu þér rosa vel á "fúlar á móti" og dugleg að borða ekkert nammi um helgina, ég get ekki gert það, ég og súkkulaði erum í mjög góðu sambandi

 Góða fer norður

Sigga

Sigga (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband