10.2.2009 | 22:26
Félagsfælnin....
Þegar ég fór á ofþyngdarnámsskeiðið í dag, og var að bölsótast yfir því að ég nennti þessu bara alls ekki, mig langar til að borða allt þetta óholla, og slæma ( góða á bragðið) en komst eiginlega að því að þetta stafar af því að mér leiðist, ég fer ekkert, nema í sjúkraþjálfun ( þó að það sé alltaf gaman að hitta Bylgju og Erlu) og heim aftur og sit svo alla daga og hlusta á fyrirlestra.
Ég þarf að hitta fleira fólk, en þá er félagsfælnin komin á það stig að ég fæ mig ekki til að fara , svo hugsa ég alltaf með mér að ég verði að drífa mig heim því ég þarf að læra.
Svo ég ákvað að fara á framhaldsnámskeið í félagsfælni ( ekki til að læra að verða félagsfælin) held að ég hafi bara gott af því, að finna einhverjar áskoranir og læra að takast á við þær. Þó að ég sé í nokkuð góðum málum þannig séð þá finnst mér ég vera að dala mikið í félagslegum samskiptum, orðin hrædd við að hringja í fólk ( dreg það alltaf von úr viti), hrædd við að heimsækja fólk ( þá er ég örugglega að trufla það) þannig að ég þarf spark í afturendann
)
En ætli ég fái ekki bráðum sérherbergi á Kvíðamiðstöðinni, því ég er eins og grár köttur þar
Læt þetta duga í bili ( ætli ég verði ekki að reyna að læra eitthvaðum frum og fylgibreytur
)
bless
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.