30.1.2009 | 20:17
Púkakvikindið
Er bara óþolandi, hann þarf alltaf vera að bögga mig og mína, kemur þegar síst varir og þegar maður heldur að maður sé nokkuð öruggur fyrir honum þá ræðst hann bara á aðra fjölskyldumeðimi!
Þegar ég þarf að segja einhverjum í þunglyndiskasti að fara fram úr og fara út á meðal fólks til að stytta köstin finnst mér ég vera þvílíkur hræsnari því að ég er EKKI hrifin þegar einhver segir mér að hressa mig við og fara út þegar ég vil helst liggja í bælinu með breitt upp fyrir haus.
Undanfarna daga hefur púkinn minn setið dáldið fast á öxlinni og öskrað í eyrað á mér, hvað ég er leiðinleg, misheppnuð og vitlaus. Þá langar mig alltaf til að fá eitthvað sem getur deyft þessar tilfinningar, þá verður mér stundum svo illt líkamlega til að geta fengið einhver verkjalyf, því sterkari því betra. Það er samt merkilegt hvað andleg líðan hefur mikil áhrif á líkamlega líðan, það er mun auðveldara að takast á við líkamlega verki þegar maður er vel stemmdur.
En núna líður mér betur, fór út að labba í dásamlega fallegu veðri og er hressari.
Hafið það sem best....
knús fyrir þá sem það vilja
Athugasemdir
Jóna mín, verð bara að segja þér að þú ert hvorki leiðinleg og bla...........og hvað það nú var sem þér datt í hug að skrifa. Þú ert bara frábær mundu það
Fullt af knúsi og kossum úr Hólminum
Magga (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 23:07
þú ert frábær Jóna mín
Spurning um að finna bara góða eyrnatappa svo þú heyrir ekki öskrin í púkanum...hehe
Sjáumst vonandi fljótlega
Sigga (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 17:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.