stress....

Það er meira hvað ég þarf alltaf að vakna snemma þegar eitthvað stendur til, ég er búin að vera vakandi í einn og hálfan tíma og finnst það bara hundleiðinlegt.  Ég er að fara í staðlotu norður á morgun ( með flugi;)) og þrátt fyrir að mér líði alltaf mjög vel þar þá finn ég fyrir stressi, hætti að geta sofið, borða þónokkuð meira, með meiri verki alls staðar o.s.frv.  En þetta er nú bara vika og eins og ég segi, ég gæti ekki haft það betra, ég er hjá systur hennar mömmu og það er bara hugsað um mig eins og ég sé prinsessa, mér er til efs að ég gæti verið fyrir norðan einhvernsstaðar ein í íbúð eða herbergi, hugsa að ég gæfist fljótlega upp.

En annars er allt gott að frétta, skólinn kominn á fullt skrið, sit við námið eins mikið og ég get, alveg á meðan ég er ein en minna þegar stelpurnar eru komnar heim úr skólanum, þær þurfa yfirleitt að spjalla svo mikið að ég læt fyrirlestrana bíða á meðan.  Þetta eru allt mjög áhugaverðir áfangar sem ég er í, leikir og tómstundir í iðjuþjálfun, hugmyndafræði og kenningar í iðjuþjálfun, tölfræði og fræðileg vinnubrögð, lífeðlisfræði og líffærafræði2, þó að sum þessara námskeiða hafi hræðileg nöfn eru það kennararnir sem gera þau skemmtileg, einn er með mjög sérstaka rödd, annar bölvar dáldið mikið og þess háttar þannig að maður getur skemmt sér yfir því þó að efnið sé kannski ekki alltaf skemmtilegt.

En núna ætla ég upp í rúm og athuga hvort að ég geti fengið mér smá kríu.

Heyrumst síðar...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband