19.12.2008 | 07:41
Það hlaut að koma...
Jæja, jólaandinn svífur ekki beint yfir vötnum hjá mér í dag, ég er búin að eyða megninu af nóttinni í að skæla og hugsa um hvað allt er ömurlegt. Það viita allir að það er EKKERT ömurlegt við mitt líf, en reynið að segja mér það núna í augnablikinu, mér líður hræðilega innan í mér og það er eins og ég sé andsetin, ég er þarna einhvers staðar inni og reyni að kalla en það heyrist ekkert í mér, eina sem heyrist ó aumingja ég, mér líður svoooo illa.
Ég veit að þetta eru "eðlileg" viðbrögð af minni hálfu eftir alla spennuna, ´og þá spennu sem ég bý við í dag við að vita hvað kemur úr prófunum. Ég hugsa stundum um að þessir andskotar vilji ekki að ég lifi næstu jól, en auðvitað þarf tíma til að fá öll prófin, fara yfir þau og gefa einkun, en svona spenna er að gera út af við mig og hún eitrar allt í kringum mig og það verða allir á varðbergi, um hvað ég geri næst.
Eitt get ég sagt ykkur að mér finnst lífið alla jafna svo skemmtilegt að ég hef ekki í hyggju að hætta að lifa því svo að það þarf ekki að hafa áhyggjur af því.
En í augnablikinu líður mér hræðilega og þegar stelpurnar eru farnar í skólann ætla ég að taka tvær kvíðatöflur sem hjálpa mér oftast í þessum aðstæðum og sofna og vakna svo aftur vonandi mun hressari og hætt að vorkenna sjálfri mér;)
Hafið það sem best í dag, ég ætla að gera mitt besta til að ég hafi það þannig.
Athugasemdir
Æ leiðinlegt að heyra að þér líður ekki vel. Knús á þig
Ólöf , 19.12.2008 kl. 16:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.