15.12.2008 | 21:00
FRJÁLS;)
Nei segi ( skrifa) bara svona, ég kláraði síðasta prófið í dag og finnst ég vera svo frjáls, get farið að hugsa um eitthvað annað en að læra og hafa samviskubit vegna þess að vera ekki að læra. En það sem allt er í drasli og skítugt, ég ætla að fara að þrífa og taka til, mér finnst ágætt að gera þetta og Diddi sér um baksturinn. En ég hef ekki hugmynd um hvernig mér hefur gengið í prófunum, fyrir utan þessa fimmu en ef ég fæ fimm í hinum fögunum er ég búin að ná og það er væntanlega takmarkið, er það ekki??
Það fyrsta sem ég gerði þegar ég þurfti ekki að drífa mig heim til að læra fór ég í heimsókn til mömmu, fékk sörur ( mmmmm ég elska sörur) og kíkti í kirkjugarðinn á leiðinni heim, á nýju ári ætla ég að vera miklu duglegri að heimsækja mömmu, ég ætti að geta lært hjá henni ef að allt fer eins og það á að fara, tek bara bækurnar með. Fæ örugglega svo góða þjónustu þar líka
Ég er svo þakklát fyrir að eiga fjölskylduna mína, þau taka þátt í öllu sem ég geri, bæði því góða og því slæma og ég held að ég væri ekki á þessum stað í lífinu án þeirra, en fyrst og fremst er minn heittelskaði mín stoð og stytta og án hans væri ég ekki hér.
Ég þarf bara að koma þessu frá, maður má nú alveg vera smá væminn á þessum tíma.
Hlakka til næstu daga, þó þeir fari "bara" í þrif og tiltektir.
Knús á línuna
Athugasemdir
Til hamingju með að vera búin í prófum
og allt fyrir ofan það á ná er bónus
Það er alveg gaman að taka til og þrífa þegar maður er búin að vera í lærdómstörn og það er líka bara gaman þegar jólin eru alveg að koma
sjáumst svo um helgina...tvisvar er það ekki??
Fríður Sæmundsdóttir, 15.12.2008 kl. 22:34
Til hamingju með "frelsið"
Vonandi nýturðu daganna fram að jólum, og jólin koma alveg þó það sé ekki tekin stórhreingerning. (ég þekki það af eigin reynslu)
Unnur (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 08:18
til hamingju að vera búin í prófum
og byrjuð að þrífa
Sigga (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 11:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.