9.12.2008 | 06:52
FIMM
Já, ég fékk fimm úr vefja og frumulíffræði. Ég er hundóánægð með þessa einkun, jafnvel þó hún þýði að ég hafi náð. En það þýðir víst ekki að velta sér upp úr því, á eftir fer í ég í próf í vexti og þroska og bara vonandi man ég eitthvað af því sem ég er búin að læra, þó að þessa stundina finnst mér einhver hafi komist í harða diskinn og eytt öllu út af honum.
En núna ætla ég í sturtu og vekja svo blondínuna mína, Telma var í strípum í gær og er orðin frekar ljóshærð og ofboðslega flott, og auðvitað þarf maður að vakna snemma til að slétta á sér hárið
Hugsið gáfulega til mín, kannski ég ætti að koma af stað samskotum um að fá smá gáfur hér og þar hjá þeim sem hafa ekki notað þær!
KNÚS
Athugasemdir
ÞÚ ERT DUGLEGUST..................
Gangi þér vel í dag.
Gunna Palla (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 09:01
hva þú rúllar í gegnum þetta. En annars er ég farin að blogga líka,hef kannskin ekki mikið að segja .
Guðrún Guðmundsdóttir, 9.12.2008 kl. 09:11
þú þarft engar ónýttar gáfur annarstaðar í láni/gefins,þú átt nóg af þeim.
Bigga (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 19:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.