23.11.2008 | 22:13
æi það er svo gott...
Að hugsa um það hvað maður hefur það í rauninni gott, þó að mér finnist þessa stundina ég vera á hverfanda hveli, er alveg óskaplega ringluð eitthvað og óróleg. Ég hef undanfarið mikið verið að hugsa um pabba, hvernig hann fór, hvort hann var sáttur þegar hann fór, kannski horfir hann yfir öxlina á mér og hvetur mig áfram í náminu, Líklega eru þessar hugsanir tengdar heimspekinni því að ég hef undanfarin mánuð verið að lesa um siðfræði lífs og dauða, en ég vil trúa því að hann sé svona nálægur mér og þess vegna finn ég svo mikið fyrir návist hans.
Ég var á kyrrðarstund áðan og þá náði ég að hreinsa út gremjuna yfir því að enginn mætir á sjálfshjálparfundina, nema ég. Þó að ég sé skemmtileg þá er ég alveg jafnskemmtileg heima og í Hruna svo að ég ætla að hætta með fundina. Ég var eitthvað að vera fúl yfir því að engin skyldi koma og það að ég skyldi leggja þetta á mig og bla, bla,bla, bla, bla, en svo sá ég að samkvæmt minni reynslu er mjög erfitt að koma sér á svona fundi og það gerist ekki svona einn tveir og þrír. Ég er allavega sátt við að hætta því að þetta var tilraun sem heppnaðist ekki í þetta skiptið og ég reyndi allavega. Kannski reyni ég aftur seinna
Næstu helgi verður aðventuhátíð Hruna- og Hrepphólasóknar og börnin "mín" ætla að vera með smá atriði þar, það verða allir að koma og sjá hvað þau eru dásamleg svo eru einhver aukaatriði eins og kirkjukórinn og svoleiðis
Þar sem þakkargjörðarhátiðin er framundan ætla ég að telja upp nokkur atriði sem ég er þakklát fyrir.
Fyrst og fremst er ég þakklát fyrir manninn minn, án hans væri ég ekki á lífi. Auðvitað er ég þakklát fyrir að eiga heilbrigð og vel gerð börn ( þó að þau reyni stundum á þolrifin). Ég er þakklát fyrir að eiga góða vini, góða fjölskyldu, fá tækifæri til að stunda nám og að hafa náð tökum á heilsunni, eins mikið og ég get stjórnað henni. svo þegar ég sé hvað ég á margt og get gert margt þá er ég þakklát fyrir það.
Mér finnst gott að sjá hvað ég á margt sem er ekki fjárhaglegs eðlis og allt sem kreppan hefur áhrif erékki á "þakklætis"listanum.
Bara smá væmni í gangi en hafið það sem best, knús á línuna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.