20.11.2008 | 19:57
félagsfælni...
Ég var að horfa á Ísland í dag áðan og þar var maður sem var að tala um félagsfælni, mér fannst þessar lýsingar frekar lýsa ofsakvíða en félagsfælni.
EN ég veit bara hvernig mín félagsfælni lýsir sér, ég á erfitt með að hitta fólk, vera innan um mikið af fólki, hringja í fólk og tala fyrir framan fólk, tók reyndar í dag hjá þeim á Kvíðamiðstöðinni svona félagskvíðapróf og það hefur aukist hjá mér félagsfælnin frá því í ágúst. Það þýðir bara að ég verð að takast á við fleiri áskoranir og hitta fleira fólk
Eins og ég segi þá veit ég bara hvernig mín félagsfælni hegðar sér og get ekki sagt hvernig annarra fælni lýsir sér.
Vonandi gengur þessum manni og öllum öðrum sem eiga við geðræna sjúkdóma að etja vel í því sem þau eru að gera sér til bótar ( mér líka)
hafið það sem best
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.