26.10.2008 | 07:17
Akureyri...
Here I come
Í dag fer ég norður, það byrjar staðlota á morgun í skólanum. Ég verð að viðurkenna að ég kvíði fyrir þessu öllu saman, bæði því að keyra og að fara í skólann. En ég er búin að ákveða taka engar kvíðatöflur, heldur nota HAM (hugræn atferlis meðferð) á mig, sem snýst um það að koma auga á neikvæðar hugsanir og breyta þeim í jákvæðar með mótrökum. Þetta svínvirkar og gengur í allar aðstæður.
Ég ætla að reyna að leggja mig smá aftur, var vöknuð um 5, er alltaf svona þegar ég kvíði einhverju.
Hafið það sem best og hugsið gáfulega til mín, svo að ég læi nú eitthvað.
Knús
Athugasemdir
Gangi þér vel fyrir norðan, þú ferð létt með þetta!!:) Bestu kveðjur til þín:)
Ólöf , 26.10.2008 kl. 17:54
Gangi þér vel skvís
Dísa Dóra, 26.10.2008 kl. 18:54
Sendi þér mínar gáfuðustu hugsanir
Kv. Sigga
Sigga (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 22:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.