21.10.2008 | 19:30
Æi...
Ég nenni ekki að hlusta á þetta lengur! Það heyrist alltaf orðið suð í eyrunum á mér þegar minnst er á kreppuandskotann, þannig að það suðar í eyrunum á mér allan daginn og hvernig í ósköpunum á ég að geta lært sem sífellt suð í eyrunum!!
Fólk ætti að sækja messur og fara með börnin sín í sunnudagaskóla frekar en að horfa á kastljós, kompás og Egil Helgason, held að allir hafi miklu betra af því heldur en þessu endalausa blaðri þar sem hver höndin er upp á móti annarri.
Þetta með sunnudagaskólann kemur reyndar til vegna þess að það mættu tvö börn 10-12 ára, dóttir mín og dóttir prestsins. En það er bara ágætt að byrja smátt er það ekki?
Fékk eina góða senda, það er stundum gott að hafa eitthvað utan á sér
Hugarvíl og harmur dvín
er horfi ég á frúna.
Hún er eina eignin mín
sem ekki rýrnar núna
Björn Jónsson úr Víðdal.
Góður...
Mæli með að allir læri textann og lagið af Lofsöngnum eða Ísland er land þitt og að allir kórar landsins taki það upp á söngskrá og allir fréttatímar endi með því og það verði spilað á hverjum klukkutíma þar til allir eru orðnir stoltir af því að vera íslendingar á ný.
Reynum að hafa áhrif á það sem við getum en látum annað eiga sig...
kreppuknús....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.