19.10.2008 | 08:36
Kvíðin...
Ég verð nú að viðurkenna að ég er dáldið kvíðin í dag, ég bauðst til að sjá um tíu til tólf ára starf í sunnudagaskólanum og náttúrulega dauðsé eftir því núna. En meðrökin eru þau að þetta varir aðeins í klukkutíma, séra Eiríkur verður mér innan handar og börn sem koma í sunnudagaskólann geta ekki verið svo slæm. En hvernig sem fer og hvað sem verður er þetta mjög góð áskorun og ég stefni vitanlega að því að standast hana.
Ég er bara í því að valda mér kvíða þessa dagana, hef verið að skoða gömul próf og GUÐMINNGÓÐUR þetta eru 3 klukkutíma próf fyrir (utan eitt sem er 4 tímar) og mér sýnist ég þurfa að nota allann tímann og rúmlega það!! EN ég hef einn og hálfan mánuð í að læra og hef fulla trú á að verklegu tímarnir fyrir norðan geri mikið.
Annars gengur allt mjög vel, nema hvað tölvan ákvað að ég þyrfti ekki að hlusta á fyrirlestrana því að ég kemst ekki inn á þá! Smá taugatitringur í gangi en minn heittelskaði var að kaupa nýja tölvu sem ég kemst inn á fyrirlestrana í, þannig að það reddaðist allt saman
Hugsið fallega til mín í dag... knús á línuna
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.