13.10.2008 | 08:24
Bauð mér í mat...
Ekki bara mér reyndar heldur minni fjölskyldu, annarri fjölskyldu og einum einn, stundum hringi ég í mágkonu mína og spyr hvað eigi að vera í matinn!! . Það er nú bara ein manneskja sem ég hringi í og spyr hvað eigi að vera í matinnHún bregst alltaf við með að hafa veislumat og það brást ekki núna, gott að eiga góða að.Það sem gefur mér kjark til að gera þetta er það að ég veit að ef að það hentar ekki að ég bjóði mér í mat akkurat núna þá segir hún mér það og þá nær það ekki lengra.
Það er fátt erfiðara en þegar fólk segir já en meinar nei og svo er finnst manni maður vera hálfóvelkomin jafnvel þó að fólkið vilji vel. Stundum segi ég já en vildi gjarna hafa sagt nei, því fækkar óðfluga því að ég er alltaf að verða duglegri og duglegri að segja nei án þess að fá samviskubit í marga mánuði og ár
En mér líður mun betur en í síðasta bloggi, og lít á allt mikið bjartari augum en áður. Held nú að þessi bölsýni hafi verið mjög eðlilegur hluti af því að hafa farið út til Ítalíu og ég þarf yfirleitt að refsa sjálfri mér fyrir gamanið. Það er kannski bara gott að fá svona köst öðru hverju því þá kann maður miklu betur að meta allt sem er i kringum mann á eftir.
Föstudagur og laugardagur fóru í sláturgerð, eg gerði nú lítið gagn horfði aðallega á og hló, það er alltaf hlegið mikið, það mæta 4 ættliðir elsti rúmlega 70 en sá yngsti 5 mánaða, þetta er hin besta skemmtun og svo borða allir saman um kvöldið slátur, namm namm. Við erum tvær sem erum mikið að spá í hollustu og ákvaðum að setja hrísgrjón í stað mörs í nokkra keppi af blóði og lifur og mér fannst það mjög gott, þá var ég heldur ekki með fitubragðið upp í mér allt kvöldið, tær snilld.
Jæja þá er það lærdómurinn, ætla að fara að hlusta á fyrirlestur í Heimspeki gaman gaman
Athugasemdir
He, he.
Og ekki gleyma að segja frá að það var mágkonan sem kom þér uppá þessi matarboð, krafðist þess eiginlega að vera látin vita ef þið væruð í bænum og það kæmi tækifæri til að bjóða ykkur í mat. Henni finnst svoooo gaman að elda og fá gesti í mat :D
Þetta matarboð tókst líka óvenjuvel, allt of langt síða við höfum hittst.
Unnur (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 08:41
já eins og alltaf var klikkað gaman hjá okkur í sláturgerðinni Ruglið sem getur oltið út úr manni er svakalegt en við hlóum allavegana mikið...það er gaman
Fríður Sæmundsdóttir, 13.10.2008 kl. 14:56
Já þessi sláturgerð er bara snilld, allt byggt á röngum misskilningi
Sigga (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 18:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.