16.9.2008 | 16:34
Mér finnst rigningin góð la lilala
Var orðin heiladauð af innisetum og lærdómi að ég ákvað að bjóða veðrinu birginn og fara út að labba og viti menn! það var ekkert vont veður, mér var heitt og víst var ekki þurr þráður á mér þegar ég kom inn en það var bara utan á. Sálinni varð heitt og ég fékk aukinn kraft, nenni meira að segja að blogga!
Ég sit við fyrir hádegi við lærdóm fyrir utan smá pásu þegar ég fer í kaffi niður í minkahús. Eftir hádegi læri ég yfirleitt þar til ég sé stjörnur ( sem eru ekki hluti af námsefninu), þá verð ég að fara út að labba til að hreinsa lóna sem hefur sest að á milli eyrnanna á mér.
Réttirnar voru á föstudaginn og í fyrsta skipti í nokkur ár dreif ég mig, mér þótti þessi samkoma óskaplega leiðinleg en ákvað að fara með breyttu hugarfari og mér fannst þetta bara gaman. Reyndar svolítið erfitt að sjá soninn með bjór en hvað get ég sagt við:"Ég er orðinn átján". Á meðan hann fer þokkalega með þetta verð ég að halda kj....
Jæja hef þetta ekki lengra í bili en farið vel með ykkur og farið út að labba í rigningunni.
Athugasemdir
Ég fór tvisvar út að labba í dag til að svæfa RK. Óð hérna í roki og rigningu, hugsaði með mér að barnið sefur svo svakalega vel í svona veðri!! Hún svaf í 40 mínútur í fyrri lúrnum og 50 mínútur í seinni!!! Hvað varð um að sofa í 3 tíma
Fríður Sæmundsdóttir, 16.9.2008 kl. 21:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.