ÉG GET ÞETTA VÍST.....

Púkinn minn er dáldið oft að pikka í mig og segja, hvenær ætlarðu að gefast upp, þú hefur ekkert í þetta nám! EN EG GET ÞETTA VÍST!! Reyni ég að svara, tekst oftast og í hin skiptin sem það tekst ekki, fer ég út að labba ( fer oft út að labba þessa daganaWink) Segi sjálfri mér að þetta eigi eftir að venjast og koma allt saman.  Jú víst er þetta erfitt en mjög skemmtilegt og áhugavert allt saman. 

Núna get ég sagt að ég fari til Ítalíu í næstu viku, fer eftir tæpan hálfan mánuð og ég hlakka rosalega mikið til.  En er samt með smá samviskubit yfir að leyfa ekki krökkunum að koma með og fara frá náminu í heila viku. En ég held að ég njóti bara lífsins betur og verði mun hressari þegar ég kem heim.

Allir eru komnir í skóla og allt gengur sinn vanagang, stelpurnar fara í skólann um átta og þá sest ég við tölvuna og sit til hádegis við að hlusta á fyrirlestra og glósa.  Það er mikill munur að fá fyrirlestrana á upptökum því þá getur maður stoppað og spólað til baka ef maður missir af einhverju.

Jæja læt þetta duga í bili

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða, hvaða. AUÐVITAÐ getur þú ALLT sem þú ætlar og vilt. Svoleiðis er það og hefur alltaf verið, málið dautt, þurfum við að ræða þetta eitthvað frekar!!

Og ég er með ein rök fyrir barnlausum ferðum.  Sko, mömmur og pabbar þurfa stundum að vera til sem einstaklingar, ekki fyrst og fremst m&P.  Og gott ráð til þess er að leyfa einhverjum öðrum að njóta unganna í smátíma og gera eitthvað tvö saman  

Unnur (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 08:20

2 Smámynd: Fríður Sæmundsdóttir

Auðvitað getur þú þetta...en ekki hvað!!! Það er bara púkinn sem getur þetta ekki og er hann bara abbó út í þig

Og Ítalía...heppin! Fínt að komast út og hlaða batteríin fyrir áframhaldandi læri lær...þú ert svo dugleg 

Fríður Sæmundsdóttir, 11.9.2008 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband