3.9.2008 | 18:20
Læra og læra og læra og ....
Úff það er svo mikið að gera í lærdómnum og mér finnst ég aldrei ná alveg í skottið á mér, er reyndar að vona að þetta lærist allt saman smátt og smátt
Þó að þetta sé erfitt er þetta ofsalega skemmtilegt, mjög vel sett fram fyrir utan smá byrjunar örðuleika eins og ekkert hljóð og þess háttar
Ég tók nokkuð góða dýfu í vikunni, þessi var nokkuð löng og kannski ekki skrýtið vegna hversu mikið hefur gengið á undanfarið. Var í rúminu í þó ekki nema einn dag en var örg og geðvond hina.
Ég er byrjuð á ofþyngdarnámskeiði og lýst mjög vel á, þetta er hugræn atferismeðferð sem er EKKI megrun heldur hugarfarsbreyting.
Ég fer bráðum að ná 1000km markinu í göngunni og stefni á að ná hringveginum áður en ár er liðið frá því ég fékk mælinn minn.
Ég ætla að halda áfram að læra og labba, hafið það sem best....knús
Athugasemdir
Dugleg ertu
Unnur R. H., 6.9.2008 kl. 11:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.