22.8.2008 | 22:59
Komin heim í heiðardalinn
Ég er búin að hitta alla kennarana og mér lýst mjög vel á þau öll, þau eru bara svona eins og ég og bara mjög almennileg. Allir kennararnir setja efnið fram á skemmtilegan og lifandi hátt, meira að segja vefja og frumulíffræði varð skemmtileg.
Ég veit hvað bíður mín, það verður strembið nám fram að prófum, það er klásus og það komast 25 áfram og við erum 33 sem byrjum. Sem þýðir að ég verð að vera betri en átta aðrir nemar!
Það er ómetanegt að eiga einhvern að eins og Lilju og co á Akureyri, ég fann ekki fyrir kvíða þar eins og ég hef yfirleitt fundið fyrir þegar ég er ekki heima hjá mér eða Diddi er ekki með mér heldur leið mér bara mjög vel og var mjög afslöppuð, eins og Munda frænka orðaði það að mamma sín væri búin að eignast aðra dóttur og hún stóra systur. Það er ekki leiðinlegt að það sé litið á mann sem einn af nánustu fjölskyldu.
Ég er spennt að fara að takast á við ný viðfangsefni og vona að allt gangi bara vel.
Knús
Athugasemdir
Blessuð
Ég fór á félagsfælninámskeið hjá Kvíðameðferðastöðinni Kms.is og ég er í iðjuþjálfa námi.
Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir, 29.8.2008 kl. 18:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.