30.11.2006 | 08:51
desember
Jæja gott fólk
Ég var búin að skrifa svo margt mjög gáfulegt en þar sem ég þvílíkur snillingur þá tókst mér að eyða því öllu
Á morgun byrjar desember og ég er ekki búin að kaupa nema eina jólagjöf. Ég ætla mér samt ekki að fara á límingunum yfir því, því að allir fá eitthvað fallegt
ég er mjög slök yfir þessu öllu og ætla mér að njóta aðventunnar, fara á tónleika, jólahlaðborð og já, yfirleitt njóta þess að vera til.
Ég ætla ekki að þrífa meira en venjulega ( skúra, þurrka ryk og þess háttar) og ég ætla EKKI að þrífa ofan á eldhússkápunum.
Jólin koma hvort sem maður hefur búið til sósuna frá grunni eða notað þessa dásamlegu hjálpakokka sem ég geymi í skúffunni hjá mér ,Herra Toro, fínn náungi það.
Í dag kemur í ljós hvort að ég nái íslenskunni ( þurfi ekki að taka lokapróf) en ég er ekkert rosalega stressuð yfir því.
Á morgun á að vera önnur leiðindastund og við hlökkum öll til, það á að gera jólakort, föndra og bara smákökur, bara gaman. Mig vantar bara hugmynd að einhverju góðu í matinn sem allir geta tekið þátt í að elda. Nú eru það ekki karlarnir sem vilja ekki missa af sjónvarpinu heldur yngsti kvenmaðurinn á heimilinu, nefnilega er hún límd yfir X-factor
, en það verður ekkert mál, við tökum það bara upp.
Hafið það gott og njótið lífsins, þetta er það eina sem við eigum
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.