18.8.2008 | 07:18
Býflugur í maganum...
Alla vega frekar en fiðrildi, hnúturinn í maganum á mér er orðinn mjög stór og núna skil ég ekkert í þeirri vitleysu að vera að fara í háskóla, ég hef nákvæmega ekkert þangað að gera!
Ég ímynda mér allt hið versta, að ég finni ekki skólann (Je ræt) finni ekki stofuna, að þetta sé alltsaman misskiningur og ég er ekkert skráð í skólann og svo framvegis.
Ég veit svo sem að þetta er púkinn minn sem talar og núna er mjög erfitt að útiloka hann. En í skólann fer ég hvað sem hann segir.
Annars er bara allt gott að frétta af öllum, aldrei þessu vant eru allir heima sem mér líkar afar vel, en þá er ég að fara í burtu!
Hugsið til mín í sálarstríðinu mínu...
Knús handa öllum sem vilja
Athugasemdir
Gangi þér vel í skólanum Jóna mín og GÓÐA SKEMMTUN
Fríður Sæmundsdóttir, 18.8.2008 kl. 12:10
Baráttukveðjur, þú getur þetta.
Bestu kveðjur
Anna Pálína Guðmundsdóttir, 18.8.2008 kl. 20:22
Sæl Jóna.
Vona að fyrsti skóladagurinn hafi gengið vel.
Þessi tilfinning og þessi efi sem þú ert að lýsa er nákvæmlega sama tilfinningin og sami efinn og ég var að díla við fyrir ári síðann. Ótrúlegt að lesa þetta. Ég var einmitt viss um að ég kæmi í skólann og væri ekkert skráð og það yrði bara hlegið að mér fyrir að halda að ég gæti verið að fara í háskóla!! Og ég villtist líka fyrsta daginn minn í skólanum en það var bara allt í góðu og eitthvað sem ég hlæ að í dag.
Gangi þér rosalega vel í náminu, sé þig kannski eitthvað á næstu dögum.
Þér er líka velkomið að kíkja í kaffi ef þú vilt, síminn minn er 866-7193.
Kv, Sibba.
Sibba (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.