Skóli....

Er bara alveg að fara að byrja á þriðjudaginn í næstu viku á ég að mæta í fyrstu staðlotuna á Akureyri.  Ég held að ég sé bara ekki búin að átta mig á því ennþá hversu stutt er þangað til því að ég er enn pollróleg, við hjónin vorum reyndar að ræða um þetta í gær og þá komu smá fiðrildi í magann en ekkert meira.  Ég ætla að taka mömmu með mér þar sem krakkarnir byrja í skólanum í þessari viku líka. 

Eldri stelpan mín er að fara í skólaferðalag til Köben með bekknum sínum og ég hef alltaf áhyggjur af því hvernig henni gangi, mér finnst alltaf að hún sé að minnsta kosti fimm árum yngri og ekki að fara í 10.bekk! 

Er búin á skrá mig á fitubollunámskeið eða ofþyngdarnámskeið hjá Kvíðamiðstöðinni, ég fór á félagsfælninámskeið hjá þeim sem svínvirkaði svo að ég hef tröllatrú á þessu líka.  Ég byrja á því 28 ágúst og ég hlakka bara til.

Við bókuðum í gær vikuferð til Ítalíu í september og ég er strax farin að hlakka til.

Læt þetta gott heita í bili


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf

Hvenær ferðu út og hvert til Ítalíu ? Bestu kveðjur til þín

Ólöf , 13.8.2008 kl. 10:24

2 identicon

aldeilis mikið að gerast hjá þér núna Jóna mín, þér á eftir að ganga svo vel í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur, hvort sem það er skóli eða fitubollunámskeið 

og góða ferð til ítalíu í haust

Sigga (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 10:58

3 Smámynd: Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir

Við förum 21 sept

Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir, 13.8.2008 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband