9.8.2008 | 16:42
Kast og fíkn...
Fékk eitt vont kast í vikunni, er að stíga upp úr því núna, fór að labba áðan og búin að gera eitthvað annað en að liggja uppi í rúmi.
Í gær viðurkenndi ég fyrir bæði sjálfri mér og mínum heittelskaða að ég væri haldin matarfíkn og lyfjafíkn.
Matarfíknin lýsir sér þannig að ég hugsa eiginlega ekki um neitt annað en mat, hef sífellt samviskubit yfir því sem ég borða en hætti samt ekki að borða óhollustuna þó að ég viti vel að ég fæ samviskubit á eftir, þetta er vítahringur sem ég er í og þarf að leita mér hjálpar við. Það verður tekið á þessu mjög, held að fyrsta skrefið sé að viðurkenna vandann.
Lyfjafíknin sem er kannski öllu alvarlegri lýsir sér í því að ég leita að aðstæðum þar sem ég hef afsökun til að fá sterk verkjalyf, núna notaði ég mér það að sjúkraþjálfarinn minn var búin að vera svo lengi í fríi að ég var öll orðin skökk og snúin, EN það var hægt að gera eittthvað annað en að éta parkódín og norgesic en ég var komin í þörf fyrir vímuna. Ég misnotaði lyfin til að komast í vímu og tók alltof stóra skammta inn og var búin með mánaðar skammt á viku!! Ég held að í þessu eins og öðru er fyrsta skrefið að viðurkenna vandan. Ég ætla eftir helgina að tala við heimilislækninn og segja honum frá þessu, held reyndar að hann renni í grun um þetta allt saman. En eins og ég segi það er ekki hægt að gera neitt í neinu fyrr en viðkomandi viðurkennir að hann eigi í vanda.
Ég óskaplega heppin að að eiga góðan mann sem styður mig í þessu öllu og hann er kletturinn í lífi mínu.
Jamms það er skammt stórra högga á milli og ég held að ég sé búin að upplýsa um allar mínar dökku hliðar, svona allavega í bili, læt ykkur vita ef að ég finn einhverjar fleiri;)
Læt þetta duga í bili... knús á línuna
Athugasemdir
Ekki hægt að laga vandann fyrr en hann er viðurkenndur - svo þú ert komin á þann stað að hægt er að taka til við að laga. Gangi þér vel skvís
Dísa Dóra, 9.8.2008 kl. 19:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.