25.11.2006 | 22:32
Bond, James Bond...............................
Hæ
Við hjónin fórum á Bond og þessi Bond er mjög ólíkur þeim sem var í síðustu mynd en frábær og flottur er hann. ( Svakalega flottur kroppur)
Gaman að fara í bíó.
Ég mæli með að þið klæðið ykkur vel og farið út og horfið upp í himininn, alveg meistaraleg sýning hjá náttúrunni, norðurljósin dansa og stjörnurnar taka þátt sem blikandi ljós þeirra sem fylgjast með okkur. ( skáldleg!!!)
Ég hef ekki meira í bili en njótið leiksýninga náttúrunnar, klæðið ykkur bara vel svo að kuldaboli bíti ykkur ekki
Hafið það gott
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.