Úff...

Jæja þá er þessi helgi að renna sitt skeið á enda, það hefur sjaldan eða aldrei verið jafn stíf dagskrá hjá okkur og þessa helgi.

Í fyrsta lagi var verið að smíða bát fyrir furðubátakeppnina í gær, sem kláraðist í gær morgun ( vaknaði klukkan átta til að hjálpa til við að mála fleyið) og auðvitað vann Air FlúðirLoL og það mátti ekki á milli sjá hvort var stoltara, skipstjórinn eða smiðurinn. ( set inn myndir þegar tölvan mín er komin úr viðgerð.

Á laugardaginn var heimsmeistarakeppni í traktorstorfæru og auðvitað fórum við á hana, maður frænku hans Didda vann það svo að þessi helgi var góð vinningshelgi fyrir fjölskyldunaTounge

Eftir torfæruna gengum við að Gullfossi austan megin og vorum við sem búum hérna megin við hann vorum sammála um að hann væri miklu fallegri okkar meginWink

Það kom fullt af fólki í heimsókn og mér finnst rosalega gaman að fá gesti svo að þetta var bara æðislegt

Í gærkvöldi fórum við síðan í fimmtugs afmæli hjá bróður mínum, rosa flott veisla í sumarhúsinu hans niður við bakka Þjórsár.

Í dag er ég búin að fara á Bakkaflugvöll og sækja Örvar sem var á Þjóðhátíð og á svo eftir að sækja stelpurnar sem voru eftir þegar við fórum úr afmælinu í gær. Geri það eftir kvöldmat sem er búið að bjóða okkur í hjá tengdó.

Ég reikna fastlega með að morgundagurinn verið nýttur í afslöppun og rólegheit.

Og takk fyrir knúsin og kommentin fyrir síðustu færslu, það er ómetanlegt að fá svona stuðningKissing

Læt þetta gott heita í bili...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband