Arg...

Þetta er alveg til háborinnar skammar, að halda að 4 ár í fangelsi geri eitthvað!  Það þyrfti að loka þennan mann inni og henda lyklinum.

Það sem þessar stúlkur urðu fyrir á eftir að skilja eftir sár á sálinni í langan tíma, vonandi verður hugsað um að þær fái alla þá hjálp og meðferð sem í boði er því að þetta er ekki eitthvað sem hægt er að laga með klappi á öxlina.

Áhrif gjörða þessa manns koma kannski ekki strax, þau geta legið í leyni í langan tíma og án þess að nokkur átti sig á því geta þessi brot haft áhrif á allt þeirra líf. þó að meðferð sé lokið og allir halda að allt sé í sómanum.

Ég er ein af þeim sem hefur orðið fyrir barðinu á kynferðisafbrotamanni, ekkert í líkingu þó við það sem þessar stúlkur urðu fyrir en samt nóg til að það hefur sett mark sitt á sál mína alla tíð, ég var 9 eða 10 ára og þessi maður sem sýndi mér mikla athygli káfaði á mér og á einu augabragði eyðilagði hann æsku mína, mér fannst þetta allt einhvern vegin mér að kenna og hvað ég hafði gert rangt, ég fékk enga hjálp, þetta var ekki rætt, og ég sagði ekki upphátt frá þessu fyrr en ég var rúmlega þrítug svo að ég burðaðist með þennan þunga bagga með sjálfri mér í langan tíma.  Nú skil ég að þessi maður gerði ófyrirgefanlegan hlut, ég gerði ekkert rangt, nema halda það að ég hafi gert eitthvað rangt.

Núna á ég tvær stúlkur, mín mesta martöð er sú að þær verði einhvern tíman fyrir því sama og ég,  því hef ég brýnt fyrir þeim að þær mega segja nei, nei eiginlega þær EIGA að segja nei, þær EIGA að segja mér frá öllu, sama hvað það er og þær EIGA að vita að þær geta alltaf leitað til mín.

Nú hef ég opinberað eitthvað sem hefur ekki verið á allra vörum en núna er tími til kominn en ég tek fram að þessi aðili er ekki tengdur eða skyldur mér á nokkurn hátt og mér til mikils léttis sá ég minningargrein um hann í Mogganum fyrir nokkrum árum og það er í eina skiptið sem ég hef glaðst yfir minningagrein.


mbl.is 4 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Já svo sannarlega er þessi dómur til háborinnar skammar og ætti ekki að gerast í nútímaþjóðfélagi.

Knús á þig skvís og til lukku með að segja frá misnotkuninni hjá þér og að takast á við afleiðingar hennar.  Þú ert hetja

Dísa Dóra, 31.7.2008 kl. 19:40

2 Smámynd: Ólöf

Ég er sammála þessi dómur er til skammar !!!  Ég er eiginlega orðlaus eftir að lesa þetta enda hafði ég ekki hugmynd um að þú hefðir lent í svona. Sendi þér stórt knús og þú ert sko hetja !!!

Ólöf , 1.8.2008 kl. 11:00

3 identicon

Já þetta dómskerfi er alveg út úr kú stundum...sérstaklega í svona málum!! Alveg hreint með eindæmum!

En sendi bara (((((((((( riiiiisa knús )))))))))) á þig Jóna mín Gott að kenna börnunum að þau geti leitað til manns sama á hverju dynur og einmitt...það á að segja NEI!!!

kyss kyss

Fríður (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband