MONTIN

Í gær gengum við Fimmvörðuháls, þetta var erfitt á tímabili en mikið var ég stolt af sjálfri mér þegar ég kom niður.  Við vorum átta sem gengum þetta, alveg frábær hópur sem var mjög þolinmóður þegar ég þurfti að stoppa þúsund sinnum i hverri brekku, sem voru nokkuð margar svo að stoppin hafa verið eitthvað á aðra milljónTounge.

Við lögðum af stað klukkan hálf níu og vorum 9 tíma á leiðinni með stoppum, við vorum búin að reikna með 10 tímum svo að við vorum á undan áætlunJoyful Þetta eru 23 km í allt og rúmlega 1000 metra hækkun og útsýnið var dásamlegt, upp með Skógá eru 23 fossar hver öðrum fallegri, svo labbaði maður heilmikið í fönn, á milli Eyjafjalla- og Mýrdalsjökuls. síðan komum við niður að heljarkambi þar sem við þurftum að nota keðju til að komast fyrir kambinn, þar næst gengum við Morinsheiði sem er heilmikil slétta. Við tóku síðan Kattarhryggir sem eru skelfilegir fyrir lofthrædda vegna þess að það er gengið á smá slóða og þverhnípt niður beggja vegna við.  Svo lá leiðin niður á við, mér fannst auðveldara að fara það en öðrum fannst það ekki. Við gengum í hlíð í gegnum skóg og það voru gríðarlega fallegar klettamyndanir fyrir ofan okkur og falleg gljúfur fyrir néðan okkur.

Við lögðum af stað í þvílíkri blíðu en það kólnaði og hvessti þegar við gengum á milli jöklanna og þegar við komum í Bása byrjaði að rigna.

Ég er svo ánægð með sjálfa mig í dag að ég svíf hér um á bleiku skýi.

Set inn myndir frá ferðinni

Knús á línunaKissing 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf

Þetta hljómar eins og frábær ferð ! Þú ert bara dugleg að geta gengið í 9 tíma....ég hefði sko aldrei getað þetta !!

Bestu kveðjur til þín.

Ólöf , 21.7.2008 kl. 10:50

2 Smámynd: Dísa Dóra

Dugnaður í þér.  Ekki gæti ég þetta og þó að orkan væri til þá gæti ég aldrei komist yfir kattarhryggina

Dísa Dóra, 21.7.2008 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband