Naflaskoðun...

Ég hef undanfarið verið að hugsa um ýmsa hluti sem ég hef gert og sagt í gegnum tíðina, margt mjög mismunandi gáfulegt, sumt verið bull og annað kannski eitthvað vit í. 

En það sem ég hef mest verið að hugsa um er að ég hef örugglega sært marga með orðum mínum sem voru oft á tíðum sögð í hálfkæringi og gríni  og mér ekki þótt merkileg á þeim tíma en hafa sjálfsagt sært einhvern.  Ég ætla því hér með að biðjast afsökunar á því, því að ég man ekki allt en er viss um að það leynast einhver orð í lausu lofti sem best væru fyrirgefin og týnd. 

En ég ætlast ekki til að þið fyrirgefið mér en mig langar bara til biðjast afsökunar og vona að munnurinn á mér reyni að vera lokaður eða alla vega þannig að hann glopri ekki öllu út sér án þess að hugsa nokkuð.

Ég ætla að gæta tungu minnar betur, vonandi tekst það bara, allavega hafið í huga þegar ég bulla eitthvað sem særir eða meiðir að ég hef gott af því að vita það því þá get ég allavega breytt hegðun minni til betri vegar og vonandi bætt fyrir ljótu orðin.

Svo hef  ég verið að hugsa um hrós, það að hrósa er mjög gaman en að taka hrósi er mjög erfitt einhverra hluta vegna...  Er maður með eitthvað sýndarlítillæti eða vill maður ekki trúa því að maður geti gert eitthvað rétt?  Næst þegar mér er hrósað  ætla ég að segja takk fyrir, í stað þess að draga úr og gera lítið úr öllu saman.

Bara smá hugleiðingar í sólinni Wink

Ætla Fimmvörðuháls á Sunnudaginn ásamt fríðu föruneyti, hlakka til og kvíði fyrir því að í augnablikinu er ég viss um að ég geti þetta EKKI en ætla samt, gæsluþyrlan hefur aldrei sótt mig neitt, svo ég á það inni hjá þeimTounge

Ætla að leggjast í sólina...

Knús á línuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband