8.7.2008 | 17:17
Smásigrar...
Gera mikið...í gær fór eldri stelpan mín á reiðnámskeið í næstu sveit, það var búið að tala um það að við myndum fara ríðandi þangað og ég og merin mín yrðum sótt á staðinn og keyrðar heim.
Ok allt í lagi við tékkuðum á leiðinni á sunnudaginn og það gekk fyrir rest að komast yfir ána, ég var alveg skelfingu lostin þegar merin mín neitaði að fara lengra og fór að berja hófunum í vatnið, en yfir fórum við því að ég vildi ekki sýna Telmu að ég væri eitthvað hrædd og við fórum síðan til baka og það gekk bara mjög vel.
Í gær þegar það var verið að tala um ferðina í kaffinu fékk ég þvílíkt kvíðakast að ég gat varla haldið áfram að vinna, hjartslátturinn fór upp úr öllu valdi, tárin hótuðu að brjótast fram og ég var hér um bil búin að ákveða að hætta við allt saman en sem betur fer gerði ég það ekki þrátt fyrir gríðarlega vanlíðan. Við mæðgurnar fórum af stað og komumst yfir ána og á leiðarenda á um það bil klukkutíma. Mikið var ég ánægð með mig þegar ég var komin á staðinn og ekki hætt við, vegna þess að ef ég hefði hætt við þá hefði ég verið vægast sagt óánægð með mig og þetta var hin besta skemmtun og góð stund fyrir okkur mæðgur.
En svona barátta tekur á! í gærkvöldi og í allan dag var ég svo þreytt svo ég lagði mig þegar ég kom heim úr vinnunni, ég sem legg mig aldrei um miðjan daginn.
Núna er búið að segja mér upp ritarastörfum í minkahúsinu í bili, núna get ég sofið fram að hádegi og ... æ nei ég held ekki, þá er dagurinn ónýtur.
Núna er afmælis undirbúningur að byrja, litla barnið mitt er að verða tólf ára þann 10 og stóra barnið mitt var 18 ára þann fyrsta, það verður veisla á föstudaginn fyrir 18 hressa krakka úr bekknum og við ætlum að hafa veislu á sunnudaginn fyrir fjölskylduna . Svo að það er mikið fjör framundan.
Athugasemdir
Þú er hetja, svo dugleg. Áfram stelpa.
Gunna palla (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 09:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.