17.11.2006 | 13:21
Búin að velja
Jæja þá er maður búinn að velja áfanga fyrir næstu önn. Ég ætla að taka Ísl 313, ens403,upp303,sál303 og ut ( upplýsingatækni, eða tölvur. )
Ja, ég vona að ég þurfi nú ekki að vera mikið í hópverkefnum ( þið munið að ég er ekki jafngáfuð og gráu hárin bera vott um) en þetta verður bara gaman.
Systir mín ætlar að byrja eftir áramótin, gott hjá henni!
Ég ætla að taka til um helgina, og sjá hvort að ég finni ekki gólfið mitt fína undir öllu ruslinu Svo fáum við þrjá krakka í heimsókn, alveg komin tími til. Þau ætla vera hjá okkur eina nótt svo að það verður sjálfsagt fjör hjá okkur.
Ég hef verið að kynna mér starfsbrautina við skólann og er mjög hrifin af því sem ég er búin að sjá. Starfsbraut er fyrir þá krakka sem ekki hafa lokið samræmdum prófum´og öll börn sem eru með einhverja fötlun eða skerðingu geta stundað nám á þessari braut. Mér finnst þetta frábært starf sem þarna er unnið því að í stað þess að loka krakkana inn á einhverri stofnun, þau sem eru mest fötluð allavega þá fá þau þarna tækifæri til þess að skynja og læra og vera bara í uppbyggilegu umhverfi sem stimplar þau ekki bara vitlaus og ekkert hægt að gera með. Maður verður betri manneskja á eftir svona heimsóknir, á eftir er ég að fara í lífsleikni hjá starfsbrautinni og hlakka mikið til
Hafið það rosalega gott um helgina, og faðmið börnin ykkar og maka , ef þið eigið svoleiðis og klappið ykkur sjálfum á öxlina fyrir að vera til.
Jóna ( orðin hrikalega spennt)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.