12.6.2008 | 07:17
Dásamlegt...
Að fara á fætur í þvílíkri blíðu. Hér er hitinn kominn upp í 14 stig, heiðskýrt og glampandi sól, klukkan sjö að morgni, lífið verður ekki betra en þetta.
Erum að fara í útilegu á morgun, í Skaftafell, ég hlakka mjög til því að núna prófun við fellihýsið okkar í fyrsta sinn.
Tók ansi góða dýfu í vikunni, svaf í heilan sólarhring, var samt syfjuð þegar kastinu var lokið. Ég hef það á tilfinningunni að ég er svo eins og Dr. Jekyll og Mr. Hyde, er bara nokkuð normal eina stundina en hina stundina er ég eitthvað skrímsli sem urrar bara á þá sem vilja gera eitthvað fyrir mann. Þegar köstin eru búin þá fæ ég alltaf svo mikið samviskubit vegna þess að ég var hræðilega vond og eigingjörn við manninn minn þá sérstaklega, því það er jú hann sem lendir í því að reyna að koma mer á lappir, það er mjög vanþakklátt starf.
Eitt sem ég sagði við systur mína þegar við vorum að gæða okkur á grill mat hjá múttu um helgina var að ég er alltaf með samviskubit yfir öllu sem ég borða, mér finnst ég borða allt of mikið fyrir það fyrsta, alltof óhollt og allt eftir þessu. Svona viðhorf til matar er örugglega ekki gott, sérstaklega ekki þegar ég lendi í því að háma í mig stórt súkkulaði stykki, stóran ís og kannski eitthvað fleira og er svo að drepast úr samviskubiti yfir þessu öllu saman. Kannski hef ég bara ekki nóga sjálfstjórn.
En ég ætla í útilegu á morgun og skilja samviskubitið eftir heima.
Knús á línuna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.