8.6.2008 | 10:45
Uppáhalds...
Þessi tími er í mestu uppáhaldi hjá mér, frá miðjum maí og fram í júní, allt lifnar og grær. Fuglarnir liggja á eggjum, Tjaldurinn er örugglega í móðursýkiskasti allan tíman, Krían bíður eftir færi til að gogga í hausinn á mér, ég reyni að finna hreiður þeirra fugla sem fljúga upp en það gengur frekar illa, held að ég sé haldin einhversskonar hreiðurblindu.
Á þessum tíma legg ég yfirleitt Ipodnum mínum, það er svo gaman að hlusta á fuglasönginn og hljóðin í umhverfinu.
Eitt það fallegasta í náttúrunni er Lambagrasið, iðjagrænn brúskur með þekju af bleikum blómum stendur upp úr auðninni og fegrar umhverfið ósegjanlega mikið.
Ég ætla að fara út og njóta umhverfisins, labba í Hruna í messu, næra bæði líkama og sál.
Hafið það sem best í dag.... ég ætla allavega að hafa það þannig.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.