6.6.2008 | 10:25
Smá hugleiðingar...
Oft þegar ég vakna á morgnana ákveð ég að þessi dagur sé bara leiðinlegur og vil helst breiða upp fyrir haus. En yfirleitt, en ekki alltaf, druslast ég á fætur og þegar ég er búin að fá mér morgunmat og lesa blöðin eða skoða netið þá skánar dagurinn og ég lít með tilhlökkun til þess sem ég þarf að gera í dag. Því þarf ég alltaf að reyna að dröslast á fætur og finna það sem ég get hlakkað til í deginum, hvort sem það sé að fara út að ganga, hitta fólk eða fara í sjúkraþjálfun, bara hvað sem er.
Minnst á sjúkraþjálfun, þá er ég nú stundum kolrugluð ( bara stundum) ég mætti í gær kl 13.30 alveg galvösk en átti að mæta kl 11.30, smá rugl í gangi hjá mér, held að þessir tímar hafi verið fastir síðan um áramót. Áður fyrr hefði ég alveg verið miður mín í marga daga en þar sem þetta gerist ekki oft fannst mér þetta eiginlega bara svolítið fyndið.
Ég ákveð mjög oft að ég nenni ekki einhverju sem er síðan alveg óskaplega gaman, það er til dæmis að fara á hestbak, yfirleitt nenni ég því alls ekki en veit að Telma fer ekki nema ég fari þannig að ég "neyðist" til að fara á bak með henni, en svo er þetta eitt það skemmtilegasta sem ég geri og eitthvað sem við mæðgur gerum saman, Telma er orðin miklu kaldari og finnst jafngaman og mér að fara hraðar en fetið.
Ég hef undanfarið eytt miklum tíma í að vera sár út í nokkrar manneskjur og það hefur verið hundleiðinlegt og mjög slítandi svo að ég er búin að ákveða að hætta því, það gerir mér ekki gott og frekar fáránlegt, því að þegar allt kemur til alls bitnar það bara á mér og ég bara nenni því ekki.
Ætli ég láti þetta ekki bara duga...knús á línuna
Athugasemdir
Bestu kveðjur til þín. Við verðum að reyna að hittast við tækifæri.
Ólöf , 6.6.2008 kl. 22:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.