13.11.2006 | 20:39
heppin
Halló allir ( báðir sem lesa bloggið mitt fyrir utan mig)
Ég var að hugsa um hvað ég er heppin, ég á góðan mann, dásamleg börn ( sem eru reyndar púkar í dulargerfi en dásamleg samt) hund ( sem er með mjööööög lítið hjarta) og kött sem heldur að heimurinn snúist í kringum hann!!
Nei hugsum bara tvö ár aftur í tímann, þá gat ég ekki farið á mannamót, var alltaf vansæl og var engum til gagns ( ekki það að ég sé það núna en ég bara þykist gera voða mikið) Núna er ég að fara á félagsmálanámskeið ( því var frestað um viku) búin að taka að mér að stofna deild fyrir geðhjálp á suðurlandi og fer í alla tíma eins og ekkert sé sjálfsagðara ( þó að mér finnist hópatímar í Njálu algjört pein) ( ekki móðgast Gylfi). Málið með svona hópaverkefni er að þegar maður er kominn á efri ár ( að því sem krakkarnir í tímum með mér finnst) þá halda blessuð börnin að maður sé svo gáfaður, en sorry það er bara ekki rétt, ekki nóg með að maður muni ekki frá mínútu til mínútu það sem maður les heldur veit ég bara einhvern veginn minna en krakkarnir.
Burt séð frá því að vera með alzheimer light, þá hef ég það rosalega gott.
Já, nýjasti sigurinn er við minn versta óvin, VIGTINA, núna á einum mánuði eru komin tæp sjö kílóHúrra húrra þá eru bara xxx eftir. Þau fara líka,maður verður bara að vinna í þessu smátt og smátt, kíló fyrir kíló
Já, leiðindastundin var allt annað en leiðinleg, við elduðum, spiluðum, töluðum SAMAN, það var alveg frábært. Að vísu var valtað yfir námsfólkið af bóndanum En maður verður stundum að leyfa honum að vinna
. Þetta var frábær stund og okkur hlakkar til þeirrar næstu.
Núna slæ ég um mig með Njálu og þykist gáfuð.
Til þeirra tveggja sem skoða bloggið, endilega skrifið eitthvað.
BÆ
Athugasemdir
Frábært að allt gengur svona vel hjá þér. Humms ættum við Sigurjón að hafa leiðindadag.... það gæti orðið erfitt að slíta hann frá tölvunni.....
Kveðja. Gunna
Gunna (IP-tala skráð) 15.11.2006 kl. 10:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.