Gjaldið fyrir gleðina

Ég fékk alveg einstakan prinsessudag á laugardaginn og allt var stórkostlegt og ég gat ekki verið hamingjusamari.  Takk allir sem komu og fögnuðu með mér.Heart

EN ég þarf alltaf að borga fyrir gleðina, í gær fór ég með stelpurnar í bæinn til tannsa, var búin að vera eitthvað örg og óþolinmóð en var samt bara í þokkalegu skapi.   Svo fórum við í Útilíf að skoða gönguskó og þar byrjuðu tárin að renna, ég komst út í bíl án þess að nokkur tæki eftir þessu en svo brast stíflan og tárin runnu alla leiðina heim og þegar heim var komið lagðist ég bara upp í rúm og vildi ekki tala við neinn. 

Í dag er ég skárri og vonandi verður allt orðið gott á morgunWink

En aftur takk allir fyrir frábæran dagKissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Unnur R. H.

Vona að þú náir þér sem fyrst, en svona er eftirskjálftarnir

Unnur R. H., 27.5.2008 kl. 12:34

2 identicon

Blessuð og sæl, hef nú heyrt af síðunni þinni en einhvern vegin aldrei munað eftir henni á þessu vefvafri.

Sjáumst, Bylgja

p.s. minni þig hér með á að senda mér uppskriftina af súpunni góðu sem þú bauðst upp á í veislunni þinni, slurp, slurp. Örugglega góð í eftirskálftunum hér á Selfossi

Bylgja (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 18:42

3 identicon

Takk fyrir síðast þetta var alveg rosa fín veisla . Sem við Bylgja komumst í loksins á endanum eftir mikla keyrslu um uppsveitir Árnessýslu.... . Endilega fá uppskriftina af súpunni. kveðja Erla

ERla (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband