Fiðrildi í maganum...

Á morgun  verð ég stúdent, þetta er eitthvað svo skrýtið ég er með fiðrildi í maganum og svo spennt. 

Ég hlakka náttúrulega mikið til en púkinn minn sem situr þessa stundina fastast á öxlinni á mér og hvíslar að mér að það sé nú hálf asnalegt að vera að halda veislu fyrir eitthvað sem hefur dregist í tuttugu ár að klára!  Ég er að reyna að segja mér að ég eigi þetta sko alveg skilið, ég hafi unnið að þessu hörðum höndum og yfirstigið margar hindranir til að ná þessu en púkinn minn er mjög hávær og vill ekkert lækka í sér sama hvað ég reyni að beita á mig hugrænni atferlismeðferð eða rökum þá gólar hann þarna bara: Þetta er nú ekkert merkilegt, það eru alltaf verið að útskrifa stúdentaWoundering

En maður er nú alltaf að læra eitthvað nýtt, núna dreif ég mig ásamt tveimur vinkonum mínum í magadansW00t ég er náttúrulega vel útbúin fyrir slíkan dans því að ég er jú með maga og nóg af honum, þetta er frábær leikfimi og alveg stórskemmtilegt, maður er alveg endurnærður þegar maður kemur heim og fullur af orku.

Ætla í dag að sækja ömmu mína til Keflavíkur og versla fyrir veisluna, það er nú ýmislegt sem þarf að gera þegar maður á von á 60-70 gestum, en við ætlum nú að hafa þetta bara einfalt, súpa og brauð, engar kökur eða svoleiðis ( sorry)

Best að fara að elda hafragrautinn og klæða sig.

Knús á línuna ( JónasemeraðverðastúdentámorgunTounge)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Pálína Guðmundsdóttir

Dreptu púkann.  Það er sannanlega tilefni til að halda veislu til að halda upp á svona stórann áfanga.  Þetta er miklu  meiri áfangi en "bara" prófin.

Kveðja 

Anna Pálína Guðmundsdóttir, 22.5.2008 kl. 07:29

2 Smámynd: Fríður Sæmundsdóttir

Ef það er einhverntímann tilefni til að skála Salomon.....

Þessi púki er algjör...að sjálfsögðu er útskrift alltaf jafn mikill og merkilegur atburður, allavegana finnst mér það. Maður er að ljúka námi sem búið er að vinna hörðum hönum að og þá er sko tilefni til að halda veislu.

Hlakka til að koma og fá súpu of brauð...vona að þessi súpa sé samt ekki hafragrautur hihih

Góða skemmtun í útskriftinni og njóttu þess í botn
kv. Fríður og litla skotta

ps...hvenær vaknar þú eiginlega á morgnana??!!

Fríður Sæmundsdóttir, 22.5.2008 kl. 09:55

3 identicon

Kæra frænka.

Mikið ofboðslega er ég stolt af þér. Innilega til hamingju með áfangann. (maga) Dansaðu púkann af öxlinni  og njóttu dagsins á morgu.

Gunna Palla (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 14:44

4 Smámynd: Ólöf

Jáa það sem hinar hafa skrifað ! Þetta er sko svo sannarlega tilefni til að hafa veislu.  Bestu kveðjur og hamingjuóskir og njóttu útskriftardagsins alveg í botn !!

Ólöf , 22.5.2008 kl. 16:28

5 Smámynd: Benedikta S Steingrímsdóttir

Innilega til hamingju með þennan áfanga í lífi þínu. Það er mjög mikil ástæða til að halda veislu á þessum tímamótum. Njóttu útskriftardagsins.  Það er ánægulegt að vera við útskrift í FSU. Kveðja

Benedikta S Steingrímsdóttir, 22.5.2008 kl. 21:12

6 identicon

Er ekki mute takki á þessum púka?

Það er alltaf merkilegur áfangi að útskrifast, alveg sama á hvaða aldri maður er. Ég hlakka svo til að koma í veisluna til þín

og ef ég vitna í hana Stellu mína í orlofi, hver á þennann bústað, já eða nei

Sigga (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband