8.11.2006 | 17:22
Stefán Karl rules
Hæhæhæ
Fór í gær á fyrirlestur hjá Stefáni Karli leikara um einelti. Alveg frábær fyrirlestur alveg hreint bara!! Ég fór heim alveg uppfull af hugmyndum um að verða betra foreldri, hafa leiðindadag og fleira.
Leiðindadagur felur í sér að slökkva á öllu, sjónvarpi, símum og tölvum,öllu og gera eitthvað saman, taka heilt kvöld í samveru. Ótrúlegt en satt við eyðum ekki nógum tíma í börnin okkar!! Já, leiðindastund, það er hægt að byrja kvöldið á að elda saman, hver fær sitt hlutverk í eldamennskunni, leggja á borð, skera grænmeti, allir hjálpast að. Þegar eldamennskunni er lokið og frágangi sem nota bene ALLIR taka þátt í, þá er sest inni í stofu og kannski spilað, málað spjallað saman eða það sem hugurinn segir. Svo þegar leiðindakvöldið er búið er hægt að fara í VÖKUKEPPNI, þá er bara að spjalla saman og síðan fer fólk að týnast í rúmið. Og allir eru glaðir, mamman kannski með minna samviskubit yfir að eyða ekki nógum tíma með börnunum sínum og börnin ánægð með samveruna og ef til vill komið einhverju á framfæri sem að skipti þau máli.
Við verðum að hugsa betur um þarfir barna okkar, ekki leyfa þeim allt. Allt er best í hófi
Reyni að bulla eitthvað meira seinna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.