29.4.2008 | 18:46
Einn dagur...
Jamms á eftir að mæta í tíma á morgun og svo ekki meir. Þá á ég náttúrulega eftir fjögur próf og sjálfsagt verður það svo að ég eigi eftir að tapa mér yfir þeim
, fá mér pulsu með rjóma ( þeir sem hafa séð næturvaktina skilja djókið). Það er svolítið skrýtið að hætta í FSu þar sem ég er eiginlega hluti af innréttingunni
en það verður spennandi að byrja í nýju námi á nýjum stað í haust
Ég er að verða góð í skrokknum en er samt einhvern vegin svo máttlaus og lin. Fór að labba áðan og hafði það varla á móti rokinu en það var hressandi og nennan kom til að taka til í öllu draslinu sem hefur safnast hér upp, vegna þess að húsmóðirin var ekki í standi til að taka til og svo NENNTI hún því ekki.
Ég ætla að láta þetta gott heita í bili..knús á línuna.
Athugasemdir
Það er það sama í gangi hér ég er skelfilega lin eitthvað og nenni sko ekki að taka til! En allavega bestu kveðjur til þín og gangi þér vel í prófunum.
Ólöf , 29.4.2008 kl. 19:53
Já nú er bara um að gera að verða hluti að annarri innréttingu
prófkveðjur...
Sigga (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 16:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.