3.11.2006 | 17:08
Ummmmm Föstudagur
Núna er ég komin í afslöppun því að ég er búin að fara í skólann, taka próf, fara út að labba og taka til!! Húrra fyrir mér.
Heilmikið frammundan um helgina, afmæli, fara í messu ( sem móðir fermingarbarns) en annars er presturinn okkar svo frábær að það er mjög gaman í messu og ég fer burtséð frá hvort ég er fermingarmamma eða ekki. Mæli með að fara í messu.
Það er allt svo skemmtilegt í dag að ég er bara glöð, hef ekki yfir neinu að kvarta og nýt lífsins.
Það verður bara að hafa það þó að einhverjum finnist ég óhóflega glöð og ánægð, þá er þetta svo mikill munur frá því að liggja í rúminu og ekki vilja lifa lengur.
Hamingjukveðja frá mér.
Hafið það gott um helgina og takið utan um þá sem þið elskið, knúsið ræklega og njótið félagsskapar hvers annars.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.