24.4.2008 | 17:48
Gleðilegt sumar:)
Jæja gott fólk það er komið sumar til hamingju með það
Núna sit ég og get ekki annað, fékk svo mikið gigtarkast að ég er alveg bakk, hreyfi mig eins og gamalmenni og er alveg að drepast í öllum liðum. En það er ár og dagur síðan ég hef fengið svona slæmt kast sem betur fer því að ég vildi nú ekki vera svona mjög lengi, og ég finn til með þeim sem þurfa að vera svona alla daga. Svo dett ég nú oft í það að vorkenna sjálfri mér óskaplega ( aumingja ég
)en er að læra að hætta því.
Núna er síðasti endaspretturinn í Fsu að hefjast aðeins 4 dagar eftir og síðan 4 próf, ég er nokkuð viss að ná öllum fögunum nema kannski eðlis-og efnafræði, ætla að leggjast yfir það um helgina.
Núna er tími kóranna, um síðustu helgi voru tónleikar Uppsveitasystra, núna um helgina verða tónleikar Karlakórs Hreppamanna, tónleikarnir síðustu helgi voru alveg stórskemmtilegir og konurnar eru fjölhæfari en karlarnir því að þær gerðu tvennt í einu, þær sungu og dönsuðu bara gaman. Það er alltaf gaman að hlusta á fallegan söng.
Hafið það sem best í sumrinu sem gægjist hægt og rólega í gegnum skýin.
Athugasemdir
gleðilegt sumar
Sigga (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 18:06
Gleðilegt sumar og takk fyrir bloggvetur
Unnur R. H., 25.4.2008 kl. 08:25
Það er leiðinlegt að þú skildir fá svona slæmt kast og vonandi lagast það fljótt og ég veit að þú nærð prófunum, þú átt það skilið.
Gleðilegt sumar.
Anna Pálína Guðmundsdóttir, 25.4.2008 kl. 09:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.