Eitthvað stúrin

Sit hér og háma í mig suðusúkkulaði í þeirri tilraun til að mér líði eitthvað betur en það gerist eitthvað lítið í þeim málum svo að ég verð bara að þreyja þorrann og góuna líka ef ekki vill betur.  Ég svo sem veit ekki af hverju ég er döpur núna, kannski af því að það fannst ekkert að mér í hnjánum, gamli verkurinn er þarna ennþá svo að ég veit ekki hvað tekur við, kannski af því að mér finnst ég alveg strand í efnafræði eða kannski bara ekki neitt, það er ekki alltaf einhver ástæða fyrir því að ég verð döpur en þetta er farið að vera full oft svo að ég verð líklega að fara til geðlæknisins og athuga með lyfin mín, finnst ég reyndar frekar heppin þar sem ég hef ekki farið til hans í tvö árW00t.  Vonandi rjátlast þetta sem fyrst af mér svo ég geti nú farið að gera eitthvað annað en að vorkenna sjálfri mér.

Í gær sá ég fallegasta barn sem ég hef séð ( fyrir utan mín eigin). Fríður og Kristinn hjartans hamingjuóskir með stúlkuna og vonandi gengur allt vel.  En þó að ég sæi svona fallegt barn fóru eggjastokkarnir ekkert af stað ( hjúkk) svo að allir geta bara verið rólegir yfir þvíTounge.

Nú er ég búin með allt sem ég hef að segja í bili.... þangað til næst hafið það gott


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf

Æ leiðinlegt að heyra að þér líður ekki vel ! En allavega bestu kveðjur til þín.

Ólöf , 8.4.2008 kl. 14:08

2 Smámynd: Anna Pálína Guðmundsdóttir

Ég vona að þér fari að líða betur, baráttukveðjur

Anna Pálína Guðmundsdóttir, 10.4.2008 kl. 07:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband